Velkominn á vef Vélasölunnar ehf. . . Opnunartímar: 8-17 virka daga og 10-14 á laugardögum

Vélasalan er þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn á Íslandi

Vélasalan rekur verslun, rafeinda-og vélaverkstæði að Dugguvogur 4, Reykjavík sem kalla mætti: Allt á einum stað,,  eða eins og nefnt er á ensku:  One stop marine shop.Einnig hefur Vélasalan  í gegn um tíðina haft á boðstólum búnað fyrir bændur,  iðnað og þjónustufyrirtæki s.s bílalyftur, rafala og rafstöðvar fyrir bændur.Einnig varaaflstöðvar fyrir tækni- og öryggisbúnað s.s.    lyftur, útsendingarbúnað RÚV, Íslenska Erfðagreiningu ofl.

Vélasalan hefur flutt inn meira af rafstöðvum til bænda, vélum í skip og báta og haft milligöngu um smíði fleiri skipa og báta erlendis og breytingar og endurbyggingu skipa en nokkurt annað einstakt fyrirtæki á landinu. Hvorki tala á rafstöðvum, vélum né skipum liggur fyrir með algjöri vissu. En skipin sem við sögu koma eru yfir  200, nýsmíðar og verkefni við breytingar á skipum. Vélar og rafstöðvar er miklu fleiri.

Vélasalan ehf  var stofnuð 1. júní 1940 af Gunnari Friðrikssyni og var fyrirtækið rekið af honum og hans fjölskyldu til ársins 2005 eða í 65 ár.  Vélasalan stendur á gömlum merg og hefur átt viðskipti við flestar útgerðir landsins í yfir 70 ár. Hafa þau viðskipti gengið vel og  áfallalaust. Fyrirtækið hefur umboð fyrir fjölmörg þekkt vöruverki á sviði  útgerðar smærri og stærri skipa, fiskiskipa og skemmtibáta og býður upp á  heildarlausnir á mörgum sviðum, ekki aðeins fyrir sjávarútveg  heldur landbúnað og fleiri atvinnugreinar.

Markmið fyrirtækisins er að  viðskiptavinir þess þurfi ekki að leita annað.“Vélasalan sér um sína.”

 

 

Velasalan - serves for the fishing industry in Iceland.

Velasalan runs a one-stop marine shop including electronic and marine service workshop all in one place at Dugguvogi 4, Reykjavik. Velasalan has offered for many years a whole range of equipment not only for the marine industry but also for agricultural industries and many more. Utilities such as, vehicle lifts, generators, pumps, technical and safety equipment and radio equipment just to name a few. 

Velasalan has been a leading service company for fisheries and other industries in Iceland and has participated in building more ships than any other unique businesses in country.

Velasalan was established in 1940 by Gunnar Fridriksson, and the company was run by him and his family for  65 years until 2005.

Velasalan has a 70 year history as a leading company for the Icelandic marine industry.