Vélasalan, leiðandi þjónustufyritæki fyrir sjávarútveg og iðnað á Íslandi allt frá stofnun þess 1940.

Stofnað af Gunnari Friðrikssyni þann 10 maí 1940.

Vélasalan er umboðs- og þjónustuaðili fyrir mörg þekkt vörumerki. Eins og nafnið bendir til eru vörumerkin mörg tengd vélum en einnig tækjabúnaði fyrir flestar greinar atvinnulífsins þó sérstök áherla hafi verið lögð á þjónustu við sjávarútveginn.  Vöruúrvalið er mikið s.s; kranar, spil, bílalyftur, dælur, og vélar auk þess að hafa gott úrval af ýmiskonar fjarskipta- , öryggis- og tæknibúnaði.  Vélasalan ehf hefur einnig upp á að bjóða fjölbreyttar vörur sem tengjast smábátum, sjó- og vatnasporti.

Lykillinn að góðri velgengi og langlífi fyrirtækisins er sú þjónusta sem fyrirtækið hefur veitt þessi 78 ár og þar má segja að verkstæðið gengi lykilhlutverki þar sem öflugt teymi manna hefur sérhæft sig í viðhaldi og viðgerðum á þeim tækjum og tólum sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða á hverjum tíma.