Vélasalan, leiðandi þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveg og iðnað á Íslandi.
Vélasalan er umboðs- og þjónustuaðili fyrir mörg þekkt vörumerki. Eins og nafnið bendir til eru vörumerkin mörg tengd vélum en einnig tækjabúnaði fyrir flestar greinar atvinnulífsins þó sérstök áherla hafi verið lögð á þjónustu við sjávarútveginn. Vöruúrvalið er mikið s.s; kranar, spil, bílalyftur, dælur, og vélar auk þess að hafa gott úrval af ýmiskonar fjarskipta- , öryggis- og tæknibúnaði. Vélasalan hefur einnig upp á að bjóða fjölbreyttar vörur sem tengjast smábátum, sjó- og vatnasporti.
Verkstæðið gegnir lykilhlutverki þar sem öflugt teymi manna hefur sérhæft sig í viðhaldi og viðgerðum á þeim tækjum og tólum sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða á hverjum tíma.